Áríðandi upplýsingar: Rafmagnslaust á sumum svæðum á Suðurnesjum vegna álags á rafdreifikerfi

Fólk virðist aðeins vera að gleyma sér og álag á sumum svæðum að fara yfir þolmörk með þeim afleiðingum að rafmagn er að slá út.

 

Álag fór á ýmsum stöðum í kerfinu yfir þolmörk upp úr kl. 19 með þeim afleiðingu að rafmagn hefur slegið út. Minnum við á mikilvægi þess að slökkva á rafmagnsofnum á meðan á eldamennsku stendur og að rafbílaeigendur hlaði ekki heima fyrir heldur noti hverfahleðslur og hraðhleðslur sem í boði er á svæðinu. 

 

Heita vatnið þarf rafmagn til að skila sér í hús. Of mikið álag á kerfið hefur þær afleiðingar að heitavatns dreifing tefst. Þess vegna er nauðsynlegt að þau sem eru að nota meira en þau 2,5 kW sem kerfið þolir dragi úr rafmagnsnotkun strax.

 

Endilega stöndum saman í þessu þar til ástandinu verður aflétt.