Óhjákvæmilegar truflanir

Vegna vegaframkvæmda við Reykjanesbraut í Hafnarfirði lendir hluti 11 kV háspennustrengja HS Veitna í uppnámi. HS Veitur eru því að vinna að færslu á 11 kV háspennustrengjum sem notaðir eru til dreifingar raforku innan veitusvæðis HS Veitna í Hafnarfirði og hluta Garðarbæjar.

 

Í verkinu er lagning á 33- og 11 kV háspennustrengjum fyrir HS Veitur og hitaveitulögn fyrir Veitur, norðan við Reykjanesbrautinna. Lagnir verða lagðar frá kirkjugarðinum í Hafnarfirði og að Byggðabraut. Verkið er unnið af Íslenskum aðalverktökum, ÍAV hf.
Verkframkvæmdum miðar vel og samkvæmt áætlun. Áætlað er að háspennustrengir HS Veitna verði teknir í gagnið í  byrjun júlí.

 

Landsnet er með einn 132 kV háspennustreng sem flytur alla raforku til aðveitustöðvar HS Veitna í Öldugötu í Hafnarfirði, þaðan er raforkunni síðan dreift til allra notenda á veitusvæðinu. Vegna vegframkvæmdana við breikkun Reykjanesbrautar í Hafnarfirði þarf að færa þann 132 kV háspennustreng (HF1).


Sunnan meginn við Reykjanesbrautinna er sú færsla þegar í framkvæmd. Þar er Landsnet að leggja nýjan 132 kV háspennustreng, HS Veitur leggja tvo 11 kV háspennustrengi og Vatnsveita Hafnarfjarðar leggur þar kaldavatnslögn.

 

Þann 15. júlí 2019 verður HF1 132 kV háspennustrengur Landsnets tekinn úr rekstri og mun þá hefjast aðgerð við að tengja hluta af HF1 við nýja 132 kV háspennustrenginn.
Á meðan aðgerðum stendur mun þessi raforkuflutningur fara í gegnum 11 kV dreifikerfi HS Veitna. Áætlað er að aðgerðin hjá Landsneti muni vara í 10 daga. Þar sem Landsnet uppfyllir ekki á þessu svæði almenn n-1 skilyrði, þ.e. að til séu tvær leiðir fyrir fæðingu eins og áskilið er, þá verða HS Veitur að aðstoða í þeirri aðgerð. Til þess að þetta sé mögulegt verður óhjákvæmilega stutt truflun á notkun allra notenda bæði þegar álagið er fært af 132 kV á 11 kV og einnig þegar það er svo fært til baka á 132 kV.

 

Sunnudaginn 14.07.19 kl. 04:00 mun verða rafmagnsleysi á öllu veitusvæðinu innan Hafnarfjarðabæjar og Garðabæjar. Þá munu HS Veitur gera nauðsynlegar rekstursbreytingar í dreifikerfinu. Áætlað er að rafmagn muni vera komið á alla notendur um klukkustund síðar.


Tilkynning verður einnig sent út á alla notendur viku og þremur dögum fyrir rofið.  

 

HS Veitur biðja alla viðskiptavini velvirðingar á þeim óþægindum sem þetta skapar en eins og áður sagði er þetta óhjákvæmilegt vegna vegaframkvæmdanna og ónógs afhendingaröryggis Landsnets.

 

Hægt er að fræðast meira um framkvæmdirnar

 

Myndbrot af framkvæmdum


Landsnet

Veitur, hitaveita

Hafnarfjarðarbær

Vegagerðin