Hollráð um kalt vatn

Vatnið okkar er sennilega dýrmætasta auðlind Íslands. Við sjáum um að koma því til þín. Hugsum því vel um hverning við notum vatnið.

 

SKRÚFAÐU FYRIR KRANANN
Það er góður siður að skrúfa fyrir rennsli á meðan þú burstar tennurnar. Ef þú lætur vatnirð renna á meðan þú burstar tennurnar í þrjár mínútur dags og morgna notar þú tæplega 20.000 lítra á ári aukalega af vatni
SÍRENNSLI Í KLÓSETTI
Sírennsli í klósetti sem lekur 1 lítra af vatni á mínútu, eyðir 525.600 lítrum á ári.
HVERNIG ERU LAGNIRNAR
Hefur þú skoðað lagnirnar þínar nýlega? Tjón vegna vatnsleka eru alltof algeng í heimahúsum og því er mikilvægt að yfirfara lagnir og lagnagrindur reglulega.
HVAR ER INNTAKIÐ
Veist þú hvar inntakið fyrir kalda vatnið er á þínu heimili? Kynntu þér málið og athugaðu hvort aðrir heimilismenn þekki það líka. Það þarf að vera vel merkt og aðgengilegt. Merkingar fást til dæmis í verslunum með lagnaefni.
TRYGGÐU GOTT AÐGENGI
Gott aðgengi að vatnsinntakinu er nauðsynlegt svo auðvelt sé að skrúfa fyrir . Þá er nauðsynlegt að niðurfall sé í gólfi þar sem inntakið er.