Mælavæðing
Snjallmælar eru framtíðin
Mælar með fjaraflestrarbúnaði eru það sem koma skal. Upplýsingar um raforkunotkun viðskiptavina skila sér beint inn í orkureikningakerfið. Ekki verður þörf á sérstökum aflestri og allar áætlanir heyra sögunni til. Viðskiptavinur greiðir fyrir raunnotkun.
Snjallmælar eru oft fyrsta skrefið í "snjallþróun". Snjöll veitukerfi eru byggð ofan á snjallmæla en þá er sjálfvirkni í stjórnun kerfanna aukin.
Mögulegur ávinningur af snjallmælum er
- Engir hefðbundnir aflestrar
- Upplýsingar berast rafrænt reglulega, með hárri upplausn (15- 60 mín.)
- Raunreikningar í stað áætlunarreikninga
- Upplýstir viðskiptavinir, minna álag á þjónustuver
- Einfaldara flutnings- og innheimtuferli (fjarlokarnir)
- Upplýsingar um straumrof fást strax
- Vöktun á afhendingargæðum
- Ástands- og bilanagreining
- Verðstýring, til að hafa áhrif á notkunarhegðun
- Þátttaka í reglun raforkukerfisins með rafbílum, rafhlöðum eða orkuframleiðslu
- Annað fyrirséð og ófyrirséð