Rafmagnsleysi á öllu veitusvæði HS Veitna innan Hafnarfjarðabæjar og hluta Garðabæjar aðfaranótt fimmtudags 25.júlí - ATH breytt tímasetning

Rafmagnslaust verður á öllu veitusvæði HS Veitna í Hafnarfirði og hluta Garðabæjar aðfaranótt fimmtudags kl. 01:00-02:00. Þörf er á rafmagnsleysi til þess að taka 132 kV háspennustreng HF1 frá Landsneti aftur í rekstur

 

 

Þessara aðgerða er þörf vegna vegaframkvæmda við breikkun Reykjanesbrautar í Hafnarfirði.

 

(Uppfært 22.7, klukkan 15:05)
Fresta þurfti verkinu frá aðfaranótt þriðjudagsins 23. fram á aðfaranótt fimmtudags, vegna ástæðna sem HS Veitur ráða ekki við, þar sem verkið krefst þess að mörg veitufyrirtæki verði tilbúin með sína verkliði samtímis.

 

(Uppfært 25.7, klukkan 8:30)

132 kV háspennustrengur hjá Landsneti, HF1, hefur verið tekinn aftur í rekstur. Dreifikerfið er nú komið í hefðbundna rekstrarstöðu.

Aðgerðin gekk vel, hún hófst klukkan 01:00 og var þá allt veitusvæðið leyst út.

Að meðaltali voru viðskiptavinir án rafmagns í 23 mínútur.

Rafmagn var komið á að nýju hjá flestum viðskiptavinum klukkan 01:20

Vesturbærinn, nágrenni við Sólvang í Hafnarfirði og Álftanes voru lengst úti, en rafmagni var komið aftur á þann hluta veitukerfisins um klukkan 01:43