Umhverfisstefna

Við viljum vera í fararbroddi í umhverfismálum

  • Stefnir af einurð að því að áhrifin af starfsemi hennar raski sem minnst eðlilegu ástandi og jafnvægi láðs, lagar og lofts og samfélagi manna, dýra og gróðurs.
  • Tekur mið af alþjóðlegum stöðlum við stjórnun á áhrifum starfsemi sinnar á umhverfið.
  • Stjórn áhrifa af starfsemi HS á umhverfið verður hluti af gæðastjórnun fyrirtækisins.
  • Leitast við að beita hverju sinni þeirri tækni sem minnst áhrif hefur á umhverfið, að teknu tilliti til hagkvæmni.
  • Á að vera öðrum til fyrirmyndar og eftirbreytni í meðferð á umhverfinu.
  • Mun fylgjast með almennri þróun umhverfismála og leitast við, í samstarfi við erlenda og innlenda aðila, að sporna við neikvæðum áhrifum á umhverfið.
  • Leitast við að efla umhverfisvitund starfsmanna og almennings.
  • Við hönnun skal gert ráð fyrir því að þegar viðkomandi starfsemi lýkur verði ástand umhverfis sem næst því sem það var áður en framkvæmdir hófust.
  • Mun fylgja gildandi lögum og reglum á sviði umhverfismála.
  • Mun kynna verktökum sínum umhverfisstefnu fyrirtækisins og jafnframt setja þeim skilyrði um umgengni við umhverfið.