Umhverfis-, gæða- og öryggisstefna
HS Veitur færa heimilum, fyrirtækjum og sveitarfélögum nútímalífsgæði með því að veita aðgengi að tærum og endurnýjanlegum auðlindum frá orkufyrirtækjum
- HS Veitur skapa samfélaginu tækifæri til uppbyggingar með því að tryggja hnökralaust aðgengi að raforku, heitu vatni og hreinu neysluvatni og bæta þar með búsetuskilyrði og samkeppnishæfni á þjónustusvæðinu.
- HS Veitur tryggja viðskiptavinum þjónustu sem einkennist af áreiðanleika, hagkvæmni og góðu viðmóti.
- HS Veitur eru framsækið félag sem starfar af heilindum. Það býr yfir mannauði með afburða þekkingu og reynslu á sínu sviði sem nýtt er til þróunar og framfara viðskiptavinum til hagsbóta.
- HS Veitur eru eftirsóttur vinnustaður sem hefur öryggi og aðbúnað starfsfólks, verktaka og annarra sem starfa fyrir og á vegum fyrirtækisins að leiðarljósi.
- HS Veitur viðhafa heilbrigða viðskiptahætti í sátt við umhverfi og samfélag.