Upplýsingar um vafrakökur

Almennt

Þegar notast er við vefinn hsveitur.is verða til upplýsingar um heimsóknina sem vistast í tölvu notandans. Um er að ræða svokallaðar vafrakökur (e. Cookies) sem hafa það að markmiði að bæta notendaupplifun og stuðla að frekari þróun heimasíðunnar.

Í þessari yfirlýsingu er að finna nánari upplýsingar um vafrakökur og hvernig þú getur haft áhrif á notkun þeirra á þessari heimasíðu.

 

Hvað eru vafrakökur?

Vafrakökur eru smáar textaskrár sem geymdar eru á vafra notenda og greina heimsóknir og geyma kjörstillingar.

Til eru mismunandi vafrakökur með ólíkan tilgang. Sumar vafrakökur eru nauðsynlegar fyrir virkni heimasíðunnar, t.d. til þess að veita notendum aðgang að svæðum heimasíðunnar og notfæra sér þjónustu sem síðan bíður upp á. Ekki er hægt að loka fyrir notkun nauðsynlegra vafrakaka.

Aðrar vafrakökur eru t.d. notaðar til greininga á vefsvæðum eða í markaðstilgangi.

Hér að neðan er að finna nánar upplýsingar um þær vafrakökur sem HS Veitur notar á vefsíðu sinni, tilgang þeirra og gildistíma.

 

Vafrakökur sem HS Veitur notar á heimasíðu sinni

1. Nauðsynlegar vafrakökur

 

Heiti vafraköku

Uppruni

Gildistími

Tilgangur

Token

island.is auðkenning

Stutta stund

Notuð fyrir auðkenningu inn á innri vef

customerNumber

HS Veitur

1 dagur

Notuð til að skipta um notanda á innri vef

yourAuthCookie

HS Veitur

30 mínútur

Hvaða notandi er innskráður


2. Vafrakökur fyrir greiningar

Vafrakökur sem notaðar eru í greiningartilgangi gera HS Veitum kleift að átta sig á því hvernig heimasíða fyrirtækisins er notuð. Þannig er fylgst með fjölda þeirra sem heimsækja vefsíðuna og hvernig þeir nota hana. Tilgangurinn með vafrakökunum er að fylgjast með og bæta virkni vefsíðunnar og tryggja sem besta notendaupplifun.

 

Heiti vafraköku

Uppruni

Gildistími

Tilgangur

_ga

Google analytics

365 dagar

Þessar vafrakökur eru notaðar til þess að safna upplýsingum um hvernig einstaklingar notfæra sér heimasíðuna.

__livechat

LiveChat Inc

3 ár

Þessar vafrakökur eru nýttar fyrir netspjallið á vefnum. Hægt er að lesa meira um þær hér -> https://www.livechatinc.com/legal/privacy-policy/

 

3. Vafrakökur fyrir stillingar á hsveitur.is

Vafrakökur fyrir stillingar á hsveitur.is eru notaðar til þess að hægt sé að þekkja notendur sem notað hafa vefsíðuna. Slíkt er til hagræðingar fyrir notendur þar sem að síðunni er þannig t.d. gert kleift að muna hvaða stillingar notendur hafa valið á vefsíðunni.

 

Heiti vafraköku

Uppruni

Gildistími

Tilgangur

HSVeiturCookieNotification

HS Veitur

365 dagar

Hvort það hafi verið samþykkt að vefurinn notar kökur


Vafrakökur á heimasíðum þriðju aðila

Vefur HS Veitna, www.hsveitur.is getur innihaldið hlekki á aðrar vefsíður og ber HS Veitur ekki ábyrgð á efni þeirra né öryggi notenda þegar farið er af vefsvæði okkar. Að auki ber fyrirtækið enga ábyrgð á efni vefsíðna sem hlekkja á vefsíðu HS Veitna.

 

Notkun og eyðing vafrakaka

Við bendum á að notendur síðunnar geta virkjað eða aftengt vafrakökur sem notaðar eru á heimasíðu HS Veitna í vafra viðkomandi tölvu. Ítarlegar upplýsingar um hvernig það er gert er að finna á heimasíðu viðkomandi vafraframleiðanda.

 

Nánari upplýsingar

Persónuverndarstefnu HS Veitna er að finna hér www.hsveitur.is/um-okkur/skilmalar. Ef frekari spurningar vakna er velkomið að senda fyrirspurn á personuvernd@hsveitur.is

 

4. Bugsnag

Við nýtum okkur villusöfnunarþjónustu Bugsnag á vefnum. Í því felst að við sendum upplýsingar um villur sem notendur reka sig á, á vefnum, á þjónustu Bugsnag. Þessar upplýsingar innihalda ekki viðkvæm gögn samkvæmt skilgreiningu evrópusambandsins. Þær eru ætlaðar til að aðstoða okkur að greina og lagfæra villur á vefnum.

Hægt er að lesa meira um gagnasöfnun Bugsnag hér -> https://docs.bugsnag.com/legal/privacy-policy/