Stefna og gildi

Stefnan er skýr

Að vera best rekna dreififyrirtæki landsins

 • Fyrirtækið veitir viðskiptavinum sínum fyrsta flokks þjónustu og leggja áherslu á að vörur fyrirtækisins séu framúrskarandi að gæðum, á hagstæðu verði og afhending þeirra stöðug og trygg
 • Lögð er áhersla á stöðugar umbætur og áreiðanleika í starfi
 • Fyrirtækið vinnur í fullu samræmi við kröfur og vottað stjórnunarkerfi
 • Starfsmenn vinna faglega og markvisst, eru ötulir og hafa frumkvæði með ánægju viðskiptavina að leiðarljósi
 • Fyrirtækið leggur áherslu á símenntun, stöðuga þjálfun og góðan aðbúnað
 • Fyrirtækið býr starfsmönnum öruggan, fjölskylduvænan, frjóan og uppbyggjandi vinnustað; ánægðir starfsmenn eru lykill að velgengni fyrirtækisins og þeirra sjálfra
 • Fyrirtækið ástundar heiðarleg samskipti og sveigjanleg, skilvirk og samhæfð vinnubrögð
 • Fyrirtækið fræðir samfélagið um starfsemi sína með kynningar- og útgáfustarfsemi
 • Fyrirtækið leggur áherslu á sterka umhverfis- og öryggisvitund starfsmanna
 • Lögð er rík áhersla á fyrirbyggjandi og ástandsbundið viðhald til að tryggja öryggi, áreiðanleika og endingu
 • Markmiðið er að skapa raunverulegan ávinning fyrir viðskiptavini, starfsmenn, fyrirtækið, eigendur þess og samfélagið í heild

Gildin

TRAUST
Viðskiptavinir geta treyst því að fá góða vöru og þjónustu. Einnig geta birgjar og aðrir viðskiptavinir félagsins treyst því að félagið standi við það sem samið er um. Unnið er af heilindum, fagmennsku og samviskusemi auk þess sem heiðarleiki er ætíð hafður að leiðaljósi.
VIRÐING
HS Veitur bera virðingu fyrir viðskiptavinum og samstarfsfólki. Við stöndum við það sem við segjum og sýnum virðingu. Við keppumst við að ávinna traust viðskiptavina okkar, forðast hagsmunaárekstra og starfa í samræmi við eðlilega og heilbrigða viðskiptahætti í sátt við umhverfi og samfélag.
FRAMFARIR
HS Veitur munu leita allra leiða til að vera í fararbroddi í þjónustu og nýjungum. Ákvarðanataka þarf að ganga hratt og vel fyrir sig og framkvæmdin jafnvel enn hraðar. Starfsfólk leggur áherslu á að efla sig í starfi, það leitast við að vera leiðandi á sínu sviði með framsækni, fagmennsku og framúrskarandi vinnubrögðum.