Varmadælustöðin brátt komin á fullt

Ótrúlega vel hefur gengið við uppsetningu næststærstu sjóvarmadælustöðvar í heimi í Vestmannaeyjum.  Þar verður 6-11 gráða heitur sjór notaður sem varmagjafi stöðvarinnar til húshitunar í Eyjum.  Vélarnar eru fjórar og er búið að gangsetja tvær af þeim og keyra þær á fullum afköstum núna.  Og framleiða þær ein og þær eiga að gera.  Þegar dælustöðin verður komin í full afköst mun hún nota um 550 lítra á sekúndu. 

 

 

Byrjað var að skoða möguleika á sjóvarmadælum árið 2006 en tæknin á þeim tíma þótti ekki nægilega góð.  Mikil þróun hefur orðið síðan þá og útkoman er næststærsta sjóvarmadælustöð í heimi 10,4 megavött.  Sú stærsta er í Drammen í Noregi er 14 megavött.  Húshitunarkostnaður í Eyjum kemur til með að lækka með tíð og tíma en fyrst þarf að greiða upp fjárfestinguna sem er áætluð um 1,4 milljarðar.

 

Sjóvarmadælan vinnur eftir sömu lögmálum og kæliskápur þar sem háþrýstivökvi flytur varmaorku mill tveggja varmaskipta.  Fjórar sjódælur dæla 6-700 lítrum af 6-11°C heitum sjó í eimi sem kælir niður.  Orkan sem fæst með kælingunni flyst yfir í seinni varmaskipinn sem hita upp hitaveituvatnið.  Stjórnstöði kerfisins er í kyndistöðinni en þar ser einnig rafskautaketill til framleiðslu á heitu vatni ásamt varaaflstöð.

 

 

Fiskvinnsla og útgerð geta síðan nýtt kaldan sjó til kælingar á fiski.