Varmadælustöðin fær umhverfisviðurkenningu

Fimmtudaginn 22. ágúst voru veittar umhverfisviðurkenningar fyrir árið 2019. Það er Rótarý klúbburinn í Vestmanneyjum og Vestmannaeyjabær sem standa að valinu.

 

Varmadælustöð HS Veitna hlaut viðurkenningu sem snyrtilegasta fyrirtækið í Vestamanneyjum. Það var Ívar Atlason sviðsstjóri vatnssviðs í Vestmannaeyjum sem tók við viðurkenningunni.