Ný aðveitustöð í Hafnarfirði

Dreifikerfi HS Veitna á veitusvæði okkar í Hafnarfirið og nágreni hefur verið rekið frá aðveitustöðinni í Öldugötu með einni 132kV tengingu frá tengivirki Landsnets í Hamranesi. Ef sú tenging færi út vegna bilana myndi það hafa mikil áhrif á afhending raforku á svæðinu.

 

           

 

Hér að ofan eru myndir sem sýna útlit aðveitustöðarinnar.

Bygging aðveitustöðvarinnar í Hamranesi var hönnuð af Batteríið Arkitektar ehf. og byggingaraðilin er S.Þ. Verktakar og hófust framkvæmdir við byggingu aðveitustöðvarinnar í lok ársins 2018. Aðveitustöðin hefur hlotið nafnið JON-A (JÓN-Aðveitustöð) en hún var skírð í höfuðið á fyrrum svæðisstjóra í Hafnarfirði til margra ára, Jóni Gesti Hermannssyni.

 

Aðveitustöðin mun tengjast við tengivirki Landsnets í Hamranesi með 132 kV jarðstreng. Mun hún hafa tvö rofarými og tvo aðveituspenna fyrir niðurspenningu frá 132kV niður í 33kV og 11kV. Keyptir hafa verið tveir spennar 132/33 kV 62 MVA og 33/11 kV 32 MVA frá KONČAR í Króatíu.

 

                                                           

 

Myndin til hægri sýnir 132/33kV spenni sem vegur um 74 tonn og sú til hægri sýnir 33/11kV spennin sem vegur 46 tonnþ


Áætlað er að framkvæmdir við bygginguna muni ljúka í lok júní 2019 og að nýja aðveitustöðin verði tekinn í rekstur haustið 2019. Lokaskrefið er 33kV jarðstrengjatenging við aðveitustöðinna á Öldugötu en áætlað er að þeirri tengingu verði lokið 2020.

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Hér að ofan er mynd sem sýnir staðsetningu aðveitustöðvarinnar við Hamranesstöð Landsnets, staðsetningin er gefin til kynna með bláu línum sem marka útlínur hennar.