Gestir af fagþingi Samorku

Tekið var á móti um 60 gestum af þinginu fimmtudaginn 23. maí.
Farið var með gestina í gagnaver Advania Patterson þar sem fulltrúar gagnaversins sögðu frá starfssemi sinni.
Síðan var farið sem leið lá í aðveitustöðina Fitjum þar sem starfsmenn fyrirtækisins sögðu frá og gestir fengu að skoða búnaðinn.

Þökkum gestum fyrir komuna og vonum að allir hafi haft gaman af.