Forsetar fræðast um varmadælustöð

Forseti Þýskalands Frank-Walter Steinmeier og eiginkona hans Elke Büdenbender ásamt forseta Íslands Guðna Th. Jóhannessyni og Elizu Reid eiginkonu hans heimsóttu varmadælustöðina fimmtudaginn 13. júní.
Bæjarstjóri Vestmanneyja, Íris Róbertsdóttir var einnig með í för.

Ívar Atlason svæðisstjóri vatnssviðs fræddi hópinn um varmadælur og verkefnið.

Frank-Walter var mjög áhugasamur og spurði hvort ekki væri hægt að varmadæluvæða norðanvert Þýskaland sem lægi að sjó.

Meðfylgjandi myndir voru teknar við þetta tækifæri.