Ársreikningur HS Veitna fyrir 2015

Ársreikningur HS Veitna var samþykktur á fundi stjórnar í dag 19. febrúar 2016.

 

Heildarhagnaður ársins 2015 var 780 miljónir króna á móti hagnaði upp á 804 miljónum króna árið 2014. Það er minnkun hagnaðar um 24 m. króna sem skýrist alfarið með hækkun fjármagnsliða uppá 150 m. króna og hækkun annarra langtímaskulda (lífeyrisskuldbinding) um 82 m.kr. Hagnaður fyrir fjármagnsliði jókst um 127 m.kr. Hækkun tekna nam 572 m.kr. Verðbætur langtímalána hækka um 111 m.kr. á milli ára.

 

Tekjur hækkuðu um 10,84% á milli ára. Samkvæmt rekstrarreikningi námu rekstrar námu rekstrartekjur HS Veitna hf á árinu 2015, 5.848 m.kr. þar af vegn raforkudreifingar og flutnings 2.910 m.kr., vegna sölu og dreifinar á heitu vatni 1.888 m.kr., vegna sölu og dreifingar á fersku vatni 551 m.kr. og vegna annarrar starfsemi 498 m.kr. Sambærilegar tölur fyrir árið 2014 eru: 5.276 m.kr. þar af vegna raforkudreifingar og flutnings 2.688 m.kr., vegna sölu og dreifingar á heitu vatni 1.705 m.kr., vegna sölu og dreifnar á fessku vatni 522 m.kr. og vegna annarrar starfsemi 350 m.kr.

 

Kostnaðarverð hækkaði um 10,3% á milli ára á meðan tekjur jukust um 10,84%. Kostnaðarverð sölu nam 3.941 m.kr. árið 2015 (67,4% m.v. tekjur) á móti 3.573 m.kr. árið 2014 (67,7% m.v. tekjur). Helsta kostnaðaraukning á milli tímabila er orkukaup og flutningsgjöld raforku um 240 m.kr. á milli ára eð a 14,6%. Af því er raforkuflutningur 125 m.kr. (17,71%), kaup á heitu vatni 69 m.kr. (9,32%) og raforka vegna tapa í dreifikerfum 42 m.kr. (31,42%).

 

Annar rekstrarkostnaður hækkar milli ára eða um 78 m.kr. (596 m.kr. 2015 en 518 m.kr. árið 2014). Þessa breytingu skýrist með hækkun á lífeyrisskuldbindingum um 82 m.kr. og kostnaði sem seldur var til HS Orku að upphæð 56 m.kr.

 

Fjármunatekjur og fjármagnsgjöld eru neikvæð um 392 m.kr. á árinu 2015 en voru neikvæð upp á 234 m.kr. á árinu 2014, eða alls hækkun á milli ára um 158 m.kr. Þessa hækkun má að mestu leiti rekja til hækkunar verðbóta vegna langtímalána en verðbætur 2015 vorum um 183 m.kr. á móti 72 m.kr. árið 2014. Þá hækkuðu vaxtagjöld um 74 m.kr., voru 380 m.kr. 2015 en 306 m.kr. 2014. Fjármunatekjur eru að aukast úr 144 m.kr. árið 2014 í 171 m.kr. árið 2015.

 

Gjaldfærður tekjuskattur nam 140 m.kr. árið 2015 á móti 146 m.kr. árið 2014. Taka skal fram að afkoma ferskvatnsdeildar er undanþegin tekjuskatti og var virk skattprósenta því 15,2% árið 2015 en var 15,4% árið 2014.

 

EBITDA ársins 2015 er 1.896 m.kr. (32,4%) á móti EBITDA 1.749 m.kr. (33,2%) árið 2014.

 

Samkvæmt efnahagsreikningi eru eignir HS Veitna þann 31. Desember 2015 bókfærðar á 20.305 m.kr. Eignir hækkuðu um 1.127 m.kr. frá ársbyrjun. Fjárfestingar í veitukerfum 2015 námu alls um 767 m.kr. þar af vegna raforkudreifingar 626 m.kr., vegna sölu og dreifingar á heitu vatni 158 m.kr. og vegna sölu og dreifingar á fersku vatni 40 m.kr. Sambærilegar tölur frá fyrra ári eru eftirfarandi: fjárfestingar í veitukerfum 767 m.kr. þar af vegna raforkudreifingar 661 m.kr. vegna sölu og dreifingar á heitu vatni 45 m.kr. og vegna sölu á fersku vatni 61 m.kr.

 

Eigið fé HS Veitna hf nam 8.525 m.kr. þann 31. Desember 2015 (eiginfjárhlutfall 42%) en eigið fé í ársbyrjun var 10,195 m.kr. (eiginfjárhlutfall 53,2%). Ástæða lækkunar eign fjár eru kaup á eigin hlutabréfum fyrri 2.000 m.kr. og arðgreiðsla að upphæð 450 m.kr.

 

Fjárhagsstaða er sterk og horfur góðar. Eiginfjárhlutfall þann 31. desember 2015 var 42%.

 

Veltufjárhlutfall var 3,50 þann 31. desember 2015 samanborið við 3,63 í árslok 2014.

 

Hluthafar félagsins eru fjórir, í lok árs áttu þrír hluthafar yfir 10% í félaginu:
- Reykjanesbær 50,10%
- HSV eignarhaldsfélag slhf 34,38%
- Hafnarfjarðarbær 15,4178%

 

Ársreikningur 2015