Aðalfundur

Stjórnarformaður Gunnar Þórarinsson og forstjóri fóru yfir það helsta úr rekstri fyrirtækisins á síðasta ári. Reksturinn er traustur og nóg að framkvæmdum enda viðskiptamannahópurinn alltaf að stækka. Slíkt kallar á viðbætur og lagfæringar á kerfum fyrirtækisins.

 

Eftirtaldir aðilar voru kjörnir í stjórn:
Frá Reykjanesbæ: Guðbrandur Einarsson, Guðný Birna Guðmundsdóttir, Gunnar Þórarinsson og Margrét Sanders.
Frá HSV Eignarhaldsfélagi: Heiðar Guðjónsson og Sigríður Vala Halldórsdóttir.
Frá Hafnarfjarðarbæ: Ólafur Ingi Tómasson

 

Eftir aðalfundinn kom stjórn saman fundar og þar var Guðbrandur Einarsson kjörinn stjórnarformaður, Heiðar Guðjónsson varformaður stjórnar og Guðný Birna Guðmundsdóttir ritari.

 

Sjá nánar í ársskýrslu fyrirtækisins og helstu niðurstöður.

 

Meðfylgjandi myndir tók Þorgrímur Stefán á fundinum.