Lokað fyrir vatn

Vegna endurnýjunar á stofnlögn hitaveitu við dælustöð þarf að loka fyrir heitt vatn mánudaginn 14. júní kl. 22:00 í Garði, Sandgerði, Keflavík, Innri og Ytri Njarðvík og Vogum.

 

Sama kvöld kl. 23:00 þarf að loka fyrir kalt vatn í hluta Keflavíkur vegna viðgerðar í lagnakerfi.

 

Áætlað er að lagnavinnu ljúki um nóttina og eðlilegur þrýstingur verði kominn á að morgni dags þriðjudagsins 15. júní.

Beðist er velvirðingar á óþægindum sem af þessu hlýst fyrir viðskiptavini.

 

Lokun kalt vatn hvar