Keflavík: kaldavatnslaust við Skólaveg 13. maí

Að morgni mánudags, 13. maí 2024, var grafin í sundur kaldavatnslögn við Skólaveg í Reykjanesbæ með þeim afleiðingum að loka varð fyrir kalt vatn í götunni. Unnið er að viðgerð á lögninni og verður tilkynningin uppfærð. 

 

Varað er við slysahættu vegna þess að einungis kemur heitt vatn úr blöndunartækjum.