Rafmagnsleysi á Ásbrú ásamt rafmagnsleysi og kaldavatnsleysi í Höfnum og nágrenni aðfaranótt 26.jan

Komið hefur í ljós bilun í aflrofa í aðveitustöðinni okkar á Ásbrú (RID-A) og þurfum við að taka 12kV dreifingu úr rekstri á meðan skipt er um aflrofann þetta mun orsaka rafmagnsleysi á Ásbrú ásamt rafmagnsleysi og kaldavatnsleysi í Höfnum og nágrenni.

Rafmagn verður tekið af kl 00:00 á miðnætti aðfarnótt 26.jan. næstkomandi og stefnt er á að vinnu verði lokið kl 01:00 þann 26.jan og verður því einungis skert afhending á þjónustu í eina klst. 

Greiðendur fyrir rafmagn á þessu svæði sem hafa skráð símanúmer (NÁNAR HÉR) fá senda tilkynningu um straumleysið með SMS (smáskilaboðum).

Sjá neðangreint svæði sem verður án rafmagns: