Lokað fyrir heita vatnið

Lokað verður fyrir heita vatnið mánudaginn 14.6.2021 kl.22:00 vegna endurnýjunar stofnlagnar frá dælustöð Fitjum.
Þeir staðir sem verða heitavatnslausir eru: Vogar, Innri og Ytri Njarðvík, Keflavík, Sandgerði og Garður.

Áætlað er að lagnavinnu ljúki um nóttina og eðlilegur þrýstingur verði kominn á að morgni þriðjudags 15. júní.

Beðist er velvirðingar á óþægindum sem af þessu hlýst fyrir viðskiptavini.