Language
Snjallmælirinn er framtíðin.
Prenta  

10.02.2017

Fyrirtækið hefur síðan árið 2015 verið að snjallmælavæða sölumæla hjá fyrirtækinu, bæði rafmagns- og vatnsmæla.

Mælarnir senda inn raunstöðu á hverjum sólarhring inn í viðskiptamannaskrá fyrirtækisins þannig að ekki þarf að byggja reikningshald á áætlunum heldur greiða viðskiptavinir fyrir raun notkun mánuð fyrir mánuð.
Byrjað var að skipta út sölumælum rafmagns í fyrirtækjum í Hafnarfirði í ársbyrjun 2015. Nú er einnig unnið að því að skipta þar út á mælum á heimilum. Búið er að setja upp snjallmæla í tveimur hverfum í Reykjanesbæ með góðum árangri. Áfram verður haldið í snallmælavæðingu á veitusvæðum fyrirtækisins og er fyrirhugað að i framtíðinni verði allar mælar svokallaðir snallmælar, áætlanir og aflestur heyri þá sögunni til.
Gert er ráð fyrir að þessu verkefni ljúki á næstu 5 – 6 árum.

Ákveðið var að breyta sölufyrirkomulagi heita vatnsins á Suðurnesjum og mælavæða veituna og hætta að mestu með hemlana. Fyrir valinu varð snjallmælir af gerðinni T550 frá Landis+Gyr.
Þar er einnig um að ræða svokallaða snjallmæla, mæla sem eru í stöðugu sambandi við viðskiptamannakerfi fyrirtækisins. Um ármóti 2014 – 2015 voru alls um 5.848 hemlar í kerfinu og 1.188 rennslismælar.
Lagt var af stað í þessa vegferð seinni huta árs 2015 og hefur verkið algjörlega verið unnið af starfsmönnum veitunnar. Í lok árs 2016 höfðu verið settir upp 3.382 mælar í stað hemla, 1.451 í Reykjanesbæ, 765 í Grindavík, 418 í Sandgerði, 303 í Garði, 326 í Vogum og loks 119 á Ásbrú.
Svæðinu var skipt upp í einingar, verkið hófst í Innri Njarðvík, svo var farið í Ásbrú, Voga, Grindavík, Ytri Njarðvík, Sandgerði og Garð. Á næstu dögum verður kerfisbundið byrjað á heimilum í Keflavík og gera áætlanir ráð fyrir að verkinu ljúki síðla árs 2017.

Varmanotkun var 7,9% minni á Suðurnesjum árið 2016 en árið 2015. Ekki er þó ljóst hvað mikið af því er tilkomið vegna mælavæðingarinnar því notkunin minnkaði einnig í Vestmannaeyjum (3,2%) og salan var sömuleiðis minni hjá Veitum ohf í Reykjavík.
Ljóst er því að hagstætt tíðarfar hefur haft áhrif til lækkunar en sú staðreynd að vatnskaup námu 52,6% af vatnssölunni 2016 en 56,5% árið áður bendir eindregið til að breytingin á sölufyrirkomulaginu hafi umtalsverð áhrif til lækkunar kostnaðar fyrir bæði HS Veitur og viðskiptavini fyrirtækisins.
Allur samanburður verður þó marktækari þegar meiri reynsla verður komin á mælana og viðskiptavinir búnir að hafa þá yfir lengra tímabil.

Sækja um aðgang
Kennitala:
Tölvupóstur:
Sími:
Fá lykilorð í bréfpósti:

Umsókn um aðgang

Þegar þú hefur skilað inn kennitölu, netfangi og símanúmeri munum við senda til þín bréf í pósti með lykilorði en notendanafnið þitt er kennitalan þín.
Nýtt lykilorð
Kennitala:

Tapað lykilorð

Ef þú hefur glatað lykilorðinu þínu geturðu fengið nýtt sent í tölvupósti með því að slá inn kennitöluna þína og smella á Sækja um nýtt lykilorð.
Mín síða
Kennitala:
Lykilorð:

Innskráning á mína síðu

Hér getur þú skráð þig inn og skoðað yfirlit yfir notkun þína á rafmagni og vatni.