Language
Fróðleiksmolar Prenta  

Vatn hljómar eitthvað svo sjálfsagt. Skrúfa frá krananum. Bíða þar til bunan nær réttu hitastigi. Hella ísköldu vatni í glas. Setja hausinn undir heita sturtuna. Stilla þvottavélina á 30, 60 eða 90 gráður. Allt eftir hentugleika. Á Íslandi hitum við upp sjóinn, gangstéttarnar og húsin okkar. Þökk sé vatninu okkar.

En það eru ekki allir svona heppnir. Samkvæmt WHO (World Health Organisation) þá eru yfir 1,1 milljarður fólks sem hafa ekki aðgang að drykkjarvatni. Einn af hverjum sex. 3333 sinnum íslenska þjóðin. Semsagt mjög margir. Meira en 4000 börn deyja á hverjum degi vegna niðurgangs sem er tilkominn vegna mengaðs drykkjarvatns.

Eftir því sem fólki fjölgar þá eykst vatnsþörfin en birgðirnar minnka. Við erum að tala um stór svæði eins og Bangkok, Jakarta, Lagos, Manilla, Seoul og Kaíró. Vatn er og verður lúxusvara. Þeir ríku geta leyft sér þennan munað. Aðrir eru í daglegu basli við að útvega sér vatn. En ástæðan er ekki bara skortur á vatni. Hún er einnig sú að miklu vatni er sóað til einskis, dreifing vatns er ekki nógu skilvirk.Margar frumlegar aðferðir hafa verið hannaðar til að auðvelda aðgang fólks að vatni. Ríkustu löndin (Saudi-Arabía, Sameinuðu Arabísku Furstadæmin, Ísrael...) hafa fundið upp aðferð til þess að afsalta sjóinn. Drykkjarvatn framleitt með þessum hætti er nú um 1% neysluvatns í heiminum. Þessi aðferð krefst mikillar orku og rafmagns. Hægt er að ná svipuðum niðurstöðum með ódýrari hætti (en þó er það frekar dýrt), með því að sía sjávarvatnið. Sú aðferð er til dæmis notuð í Alsír. Því er spáð að á næstu tíu árum muni svona framleiðsla tvöfaldast. Þetta hentar að sjálfsögðu helst fyrir borgir sem eru staðsettar við sjó. Í Barcelona er fyrirhuguð bygging á stærstu afsöltunarstöð í Evrópu.

Önnur lönd hafa nýtt sér þoku og náttfall. Dögg er safnað upp í tanka og hún nýtt til neysluvatns. Þetta er gert m.a. á Hawaii, Kanaríeyjum, í Króatíu og í Perú. Öllu róttækari aðgerð er notuð í Kína, Grikklandi, Ísrael og Marokkó. Þar fljúga sérhannaðar flugvélar um himininn, skynja staðsetningu skýjaþykkna og koma af stað rigningu. Þetta er mjög dýrt og óumhverfisvænt og er helst notað til að vökva jarðveg. Á Kýpur er notuð afar frumleg aðferð. Þar draga þeir með bátum ferskvatn frá Tyrklandi í gríðarstórum plastpokum.

Við erum heppin. Við bara skrúfum frá krananum og drekkum ískalt vatn eins og okkur lystir..... hvenær sem er.

Sækja um aðgang
Kennitala:
Tölvupóstur:
Sími:
Fá lykilorð í bréfpósti:

Umsókn um aðgang

Þegar þú hefur skilað inn kennitölu, netfangi og símanúmeri munum við senda til þín bréf í pósti með lykilorði en notendanafnið þitt er kennitalan þín.
Nýtt lykilorð
Kennitala:

Tapað lykilorð

Ef þú hefur glatað lykilorðinu þínu geturðu fengið nýtt sent í tölvupósti með því að slá inn kennitöluna þína og smella á Sækja um nýtt lykilorð.
Mín síða
Kennitala:
Lykilorð:

Innskráning á mína síðu

Hér getur þú skráð þig inn og skoðað yfirlit yfir notkun þína á rafmagni og vatni.