Language
Af hverju þurfum við orku? Prenta  

Orka er okkur nauðsynleg og við notum orku á hverjum degi. Við notum orku til að hita upp húsin okkar, skólana og fyrirtækin. Við notum orku til að kveikja á ljósunum, öll ljós þurfa orku og eins tækin okkar til dæmis sjónvarpið og tölvan. Við notum líka orku til að keyra bíla, fljúga flugvélum og sigla bátum.

Allar lifandi verur þurfa orku. Plöntur nota sólarljósið til að vaxa. Dýr og menn borða plöntur og nota því orkuna sem plönturnar geyma frá sólinni. Matur er eins og bensín sem líkama okkar þurfa til að við getum notað vöðvana okkar.

Við notum líka líkama okkar til að búa til orku. Þegar við hlaupum eða vinnum erfiða vinnu, framleiðir líkami okkar varmaorku (hita orku). Þegar við klæðum okkur í úlpu á veturna, heldur hún inni þeirri varmaorku sem við framleiðum sjálf og okkur verður ekki kalt.

Örlítið um sögu orkunnar.

Fyrsti orkugjafinn var sólin sem bjó til ljós og hita á daginn. Seinna uppgötvaðist eldur sem einnig býr til hita og ljós.

Þúsundum árum seinna uppgötvuðum við að það væri hægt að virkja vind og við byrjuðum að nota segl á báta til að komast á milli staða. Vindmillur voru síðan notaðar til að snúa vatns hjólum sem muldu korn.

Það hafa verið gerðar margar merkar uppgötvanir við notkun orku. Fyrir miðja 18 öld notuðum við aðallega við eða olíu til að hita húsin og elda og í öðrum löndum voru til vélar sem gengu fyrir gufu en sú gufa var búin til með því að brenna olíu eða við. Aðrir orkugjafar voru vatn, vindur, kol og náttúrulegar gastegundir.

Náttúrulegar gastegundir hafa verið notaðar frá því 500 fyrir Krist. Þá fannst gasleki úr jörðu og voru notaðar bambuspípur til að geyma gasið í og síðan var það notað til að sjóða sjávarvatn til að ná seltunni úr því

Frá um það bil 1850 til 1945 voru kol aðal orkugjafinn. Viður var enn mikilvægur til hitunar en einnig gas til lýsingar en vatn og vindur voru lítið nýttir orkugjafar.

Gas og olía voru aðal orkugjafarnir á 20. öldinni og á seinni hluta 20. aldarinnar var rafmagn notað meira og meira. Frá um það bil 1945 þar til í dag hefur kjarnorka og sólarorka ásamt vatns og vindorku spilað stærra og stærra hlutverk sem orkugjafar. Hér á Íslandi notum við mest vatnsorku og jarðhitaorku. Hitaveita Suðurnesja notar jarðhitaorku til að framleiða allt sitt rafmagn.

Orkusparnaður

Við erum sífellt að leita leiða til að spara og varðveita orkulindir okkar, sér í lagi gas og olíu því það eru ekki endurnýjanlegir orkugjafar. Það þýðir að birgðirnar eru takmarkaðar. Með því að nota endurnýjanlega orkugjafa eins og jarðhita, vatn og sólarorku hjálpum við til við að varðveita og spara náttúrulegar auðlindir okkar þannig að þær klárist ekki.

Náttúruleg orka kemur frá orkulindum. Það eru margskonar orkulindir. Mest orka kemur frá kolefniseldsneyti (kol, olía, gas) sem mynduðust þegar fornar plöntur og dýr eins og risaeðlur dóu fyrir hundruðum milljónum ára. Líkamar þeirra sem blönduðust sandi og leðju og grófust djúpt í jörðu urðu síðar að kolefniseldsneyti.

Skoðum aðeins hverskonar orka það er sem við notum í heiminum í dag:

Olía og gas eru notuð til að framleiða raforku, vélarorku og varmaorku. Olíu og gasi er dælt upp úr djúpum brunnum í jörðu og undir sjónum. Þaðan er þær sendar í gegnum pípur til hreinsunar og síðan er hægt að framleiða úr þeim eldsneyti til mismunandi notkunar.

Viður og kol eru notuð til að framleiða vélarorku, raf- og varmaorku. Kol eru unnin upp úr námum undir yfirborði jarðar. Þau er brennd til að framleiða hita. Kolum getur einnig verið breytt í vökva eða gas form.

Vatnsafl getur framleitt vélar- og raforku. Stíflur eru notaðar til miðla vatni þannig að framleiðsla rafmagns geti verið jöfn en við stíflur myndast vötn eða lón. Vatnið flæðir niður á við í átt að hverfli eða hjóli sem snýr rafli og framleiðir rafallinn rafmagn. Vatnsafl hefur verið notað í hundruð ára til að búa til orku til að mylja, pumpa eða láta vélar ganga.

Sólarorka gefur okkur hita og ljósorku. Sólin býr til orku með kjarnasamruna. Billjón sinnum á hverri sekúndu renna vetnisatóm saman við hvort annað og framleiða helíum. Á hverri sekúndu verða 4,7 milljón tonn af vetni að orku. Sólarrafhlöður drekka í sig sólarljósið og sérstakar ljósnæmar flísar framleiða rafmagn sem getur verið notað beint eða geymt í rafhlöðum til síðari nota.

Kjarnorka er notuð til að búa til rafmagn. Inni í kjarnaofni er úranatómum skipt með kjarnaklofningu. Þessari orku er sleppt sem hita sem breytir vatni í gufu sem svo snýr hverflum.

Vindorka er notuð fyrir vélar- og raforku. Vindur hefur verið notaður í hundruð ára til að hjálpa skipum að sigla og snúa vindmyllum sem dæla vatni til vatnsvei

Jarðhiti er hita orka sem kemur djúpt ofan úr jörðinni. Jarðhiti er einnig aðal orkugjafi Hitaveitu Suðurnesja. Borað er með sérstökum borum niður á allt að þrjú þúsund metra dýpi og pípur lagðar í holuna. Gufu er safnað úr borholunum og er hún notuð til að snúa hverflum sem framleiða rafmagn. Einnig er hitinn sem kemur neðan úr jörðu nýttur til að hita byggingar og heimili. Hjá Hitaveitu Suðurnesja er bæði notuð gufa og heitur jarðsjór. Gufan er nýtt til að framleiða rafmagn með hverflum. Heiti jarðsjórinn er nýttur til að hita upp kalda vatnið okkar svo við höfum heitt neysluvatn og einnig til að hita upp húsin okkar og skólana ásamt öllum þeim byggingum sem eru á svæði Hitaveitu Suðurnesja. Þar að auki er heiti jarðsjórinn notaður til að búa til vökvann sem fer í Bláa Lónið.

Tegundir orku

Það eru tvennskonar tegundir orku.

Hreyfiorka er orka sem verður til við hreyfingu. Hreyfing á vatni og vind eru dæmi um hreyfiorku. Rafmagn er hreyfiorka vegna þess að rafmagn hefur í för með sér rafeindir sem hreyfast í leiðara, þó svo að við sjáum það ekki með berum augum. Þannig getur rafmagn ferðast í gegnum líkama fólks sem kemst í snertingu við rafmagn og virka þá líkamar þeirra eins og leiðarar.

Stöðuorka er geymd orka ( eða hulin orka) Það má geyma orku á margan hátt: einn líter af olíu geymir stöðuorku, vatn uppi á fjöllum inniheldur stöðuorku vegna þess að ef því væri sleppt þá myndi það valda miklum skaða. Þá væri orkan leist úr læðingi. Þegar við tölum um olíu, kol, við eða gas þá er átt við stöðuorku eða geymda orku

Sækja um aðgang
Kennitala:
Tölvupóstur:
Sími:
Fá lykilorð í bréfpósti:

Umsókn um aðgang

Þegar þú hefur skilað inn kennitölu, netfangi og símanúmeri munum við senda til þín bréf í pósti með lykilorði en notendanafnið þitt er kennitalan þín.
Nýtt lykilorð
Kennitala:

Tapað lykilorð

Ef þú hefur glatað lykilorðinu þínu geturðu fengið nýtt sent í tölvupósti með því að slá inn kennitöluna þína og smella á Sækja um nýtt lykilorð.
Mín síða
Kennitala:
Lykilorð:

Innskráning á mína síðu

Hér getur þú skráð þig inn og skoðað yfirlit yfir notkun þína á rafmagni og vatni.