Language
Gönguferðir með HS VEITUM Prenta  


Reykjanes gönguferðir 2016


Þetta er níunda árið í röð sem boðið er upp á metnaðarfulla göngudagskrá um Reykjanesið undir leiðsögn reyndra leiðsögumanna. HS Orka hefur verið styrktaraðili frá upphafi og nú sjöunda árið í röð með Bláa Lóninu og HS Veitum. Verkefnið er unnið í samvinnu og samstarfi við Víkurfréttir, Hópferðir Sævars, Bj. Suðurnes, 66°N og Reykjanes GeoPark.

Í boði verða alls 11 ferðir á tímabilinu júní til ágúst, þar af ein hjólaferð. Um er að ræða léttar göngur í bland við erfiðari og lengri fjallgöngur. Í leiðalýsingu fyrir gönguferðirnar er tilgreint hvað hver ganga tekur langan tíma, erfiðleikastig og hvort göngu ljúki á sama stað og hún hófst á. Áætlaður tími gerir ekki ráð fyrir ferðatíma til og frá göngustað sem getur verið breytilegur.

Í hverri göngu er tekin nestispása þar sem sagt er frá ýmsum fróðleik um nánasta umhverfi.

Einstakar ferðir geta breyst með stuttum fyrirvara vegna aðstæðna, veðurs og þessháttar.

Dagskrá fyrir sumarið 2016 er að finna hér


Sækja um aðgang
Kennitala:
Tölvupóstur:
Sími:
Fá lykilorð í bréfpósti:

Umsókn um aðgang

Þegar þú hefur skilað inn kennitölu, netfangi og símanúmeri munum við senda til þín bréf í pósti með lykilorði en notendanafnið þitt er kennitalan þín.
Nýtt lykilorð
Kennitala:

Tapað lykilorð

Ef þú hefur glatað lykilorðinu þínu geturðu fengið nýtt sent í tölvupósti með því að slá inn kennitöluna þína og smella á Sækja um nýtt lykilorð.
Mín síða
Kennitala:
Lykilorð:

Innskráning á mína síðu

Hér getur þú skráð þig inn og skoðað yfirlit yfir notkun þína á rafmagni og vatni.