Language
Vestmannaeyjar Prenta  

Hitaveita
HS Veitur reka fjarvarmaveitu í Vestmannaeyjum. Í kyndistöð fyrirtækisins er gufa framleidd með rafskautakatli og vatn veitunnar hitað upp með gufunni. Dreifikerfið er tvöfalt það er að segja framrás og bakrás. Heitu vatninu er dælt um framrásina til heimila og fyrirtækja, eftir notkun er vatninu dælt til baka og það hitað upp aftur. Tvö dreifikerfi eru í bænum, efra dreifikerfi og neðra dreifikerfi. Allt vatn er selt í gegnum mæla. Aðallega eru það rennslismælar og örfáir orkumælar. Uppsettir mælar hitaveitu eru 1428.

Á síðustu öld voru heimili og fyrirtæki Í Vestmannaeyjum nær eingöngu hituð upp með olíu. Olíukatlar voru í hverju húsi í sérstöku rými sem oftast var kallað kyndiklefi eða olíufírkompa. Olíutankurinn var síðan út á lóð næst útvegg kyndiklefans. Einn helsti gallinn við olíukyndinguna var eldhættan, eldsvoðar voru tíðir af þeim sökum.

Árið 1962 var lagður sæstrengur til Vestmannaeyja og þá skapaðist möguleiki að nota rafkyndingu sem margir nýttu sér. Ný hús voru nær eingöngu með rafkyndingu og aðrir skiptu úr olíukyndingu í rafkyndingu. Árið 1973 varð eldgos á Heimaey og eftir þær hamfarir skapaðist enn einn möguleikinn með upphitun húsa, en það var hraun-hitaveita sem nýtti varmann frá hrauninu sem rann í gosinu. Hitaveita var þá lögð um bæinn og varminn nýttur frá hrauninu sem var einstakt á heimsvísu. Árið 1988 var varminn ekki nægur til að uppfylla orkuþörf veitunnar og upp frá því hefur rafskutaketill séð um orkuþörf veitunnar.

Vatnsveita
HS Veitur reka vatnsveitu í Vestmannaeyjum. Vatn veitunnar er tekið úr tveimur vatnslindum í landi Syðstu Merkur á fastalandinu. Vatninu er dælt um neðansjávar-
vatnsleiðslur til Vestmannaeyja og þaðan um dreifikerfið. Tvö dreifikerfi eru í bænum, efra dreifikerfi og neðra dreifikerfi. Allt vatn er selt í gegnum rennslismæla. Uppsettir mælar vatnsveitu er um 1550.

Fram til 1968 var viðvarandi skortur á vatni í Vestmannaeyjum. Árið 1968 var lögð neðansjávarvatnsleiðsla til Vestmannaeyja sem leysti skort á vatni og ekki síst heilbrigðu vatni. Fram að þeim tíma var rigningavatni af þökum húsa safnað saman í vatnsbrunna sem voru í hverju húsi.


Efnasamsetning vatns Vestmannaeyjum

Rafveita
HS Veitur reka rafveitu í Vestmannaeyjum. Rafmagnið kemur frá fastalandinu í gegnum tvo sæstrengi sem leiddir eru í aðveitustöð fyrirtækisins í Vestmannaeyjum og þaðan dreift um dreifikerfið í bænum. 150 hús eru enn rafkynnt í Vestmannaeyjum en fer fækkandi. 38 dreifistöðvar eru í bænum. Uppsettir mælar rafveitu eru 2346.

Stofndagur rafveitu í Vestmannaeyjum telst vera 25. ágúst 1915 en þá var tekin í notkun fyrsta díselvélin á Íslandi að talið er, 50 hestafla Güldner. Vél þessi er uppsett og til sýnis í höfuðstöðvum HS í Vestmannaeyjum. Rafstöð var síðan reist við Heimatorg í lok seinni heimstyrjaldar. Rafstöðin gat framleitt 4900 kílówött þegar mest var. Árið 1962 kom síðan sæstrengur til Vestamannaeyja og var rafstöðin þá hugsuð sem vara og toppstöð. Rafstöðin fór undir hraun í eldgosinu 1973. Annar sæstrengur var síðan lagður til Vestmannaeyja árið 1974.

Vara- og toppstöð rafveitunnar er nú staðsett í vélasal fyrirtækisins, um er að ræða sjö Caterpillar vélar sem geta framleitt um 5 MW.

Sækja um aðgang
Kennitala:
Tölvupóstur:
Sími:
Fá lykilorð í bréfpósti:

Umsókn um aðgang

Þegar þú hefur skilað inn kennitölu, netfangi og símanúmeri munum við senda til þín bréf í pósti með lykilorði en notendanafnið þitt er kennitalan þín.
Nýtt lykilorð
Kennitala:

Tapað lykilorð

Ef þú hefur glatað lykilorðinu þínu geturðu fengið nýtt sent í tölvupósti með því að slá inn kennitöluna þína og smella á Sækja um nýtt lykilorð.
Mín síða
Kennitala:
Lykilorð:

Innskráning á mína síðu

Hér getur þú skráð þig inn og skoðað yfirlit yfir notkun þína á rafmagni og vatni.