Language
Ferskvatnsveitur Prenta  

Suðurnes neysluvatn
HS Veitur á og rekur vatnsveitu í Reykjanesbæ, Garði, Höfnum og rekur einnig vatnsveitu Keflavíkurflugvallar. Sandgerði, Grindavík og Vogar fá neysluvatn frá HS Veitum en reka sín dreifikerfi. Aðalvatnstökusvæði HS Veitna er gjá í hrauninu í Lágum. Ferskvatn flýtur ofan á jarðsjó á þessum slóðum. Þykkt ferskvatnslagsins ræðst af eðlisþyngdarmun ferskvatns og sjávar. Ferskvatnslagið er rúmlega 40 metra þykkt og nær niður á um 58 metra. Þar tekur við 10-15 metra þykkt blandlag þar sem seltan vex ört með dýpi. Á 70 metra dýpi er komið í fullsaltan jarðsjó.

Dælustöðin í Lágum er byggð yfir gjá sem fyllt var af grjóti og möl eftir að komið hafði verið fyrir í henni fimm stálrörum sem hvert um sig er 18,5 metra langt. Þrjár dælur sem afkasta 100 lítrum á sekúndu hver eru í stöðinni. Vatnsþörf í Reykjanesbæ og á Vellinum var áætluð á bilinu 140 til 160 lítrar á sekúndu. Reiknað var með að ein dæla væri í gangi að staðaldri, önnur hluta úr sólarhring og sú þriðja til vara. Með aukinni vatnsþörf er hægt að bæta dælum við en meginstofnæðin er hönnuð fyrir hámarksrennsli uppá 400 lítra á sekúndu. Aðal miðlunarrými veitunnar er í Grænásgeymi 2000 rúmmetra vatnstanki, í Keflavík er 800 rúmmetra geymir og annar 700 rúmmetra til vara.

Nálægt Grænásgeymi er aðaldælustöð Keflavíkurflugvallar sem dælir vatni úr Grænásgeymi inná dreifikerfið á Keflavíkurflugvelli og upp á 1900 rúmmetra miðlunargeymi sem er aðalforðabúr veitunnar á Keflavíkurflugvelli. Hann heldur uppi stöðugum vatnsþrýstingi á kerfinu undir venjulegum kringumstæðum. Einnig er hægt að dæla inná vatnskerfið með gömlu kerfi sem dælir vatni úr 2800 rúmmetra tanki og er dælt inná hann frá svokölluðu Patterson svæði úr fjórum holum sem samanlagt afkasta 42 lítrum á sekúndu.

Garðurinn fær allt sitt vatn með dælingu úr tveimur borholum. Tveir miðlunartankar eru á kerfinu 100 og 600 rúmmetrar.

Hafnir fá allt sitt vatn úr tveimur borholum, sem eru við þjóðveginn um það bil 0,6 kílómetra austan við byggðina. Saltmagn í þessu vatni er hátt. Til að vinna bót á því er sérstakur búnaður sem síar salt úr neysluvatni, með því er málmtæring minnkuð og vatnið stenst reglugerð um neysluvatn. Þrýstingi er haldið á kerfinu með dælum og er notkunin um 3til5 lítrar á sekúndu.

Aðalstjórnstöð veitunnar í heild er í Svartsengi en Keflavíkurflugvöllur hefur sjálfstæða stjórnstöð af sögulegum ástæðum.


Efnasamsetning vatns á Suðurnesjum

Vestmannaeyjar neysluvatn
Vatn Eyjamanna er tekið í landi Syðstu Markar undir Eyjafjöllum. Vatnið er leitt þaðan 22 kílómetra niður í dælustöð sem dælir vatninu til Eyja um tvær 13 kílómetra langar neðansjávarleiðslur.

Lindin er í 210 metra hæð yfir sjávarmáli og er því sjálfrennsli til Eyja um 23 lítrar á sekúndu en ef vatnsnotkun fer yfir það fer að lækka í 5000 rúmmetra birgðatanki sem er í Eyjum. Þegar vatnshæð er kominn niður fyrir sett mark fara dælur í gang og fylla tankinn.

Fyrri neðansjávarleiðslan var lögð árið 1968 en sú síðari 1971, en fyrir þann tíma var ekkert ferskvatn í Eyjum.

Annars er það mjög sérstakt í Eyjum að allt neysluvatn er selt gegnum mæla, líka til heimila en það er gert til að draga úr vatnssógun eins og kostur er, því gert var ráð fyrir í upphafi að leggja þyrftir þriðju vatnsleiðsluna til Eyja um 1990, en mælarnir áttu að seinka þeirri framkvæmd.

Í dag eru aðrar vatnsveitur byrjaðar að setja upp mæla í stórum stíl til að draga úr vatnssógun og spara í aðveitumannvirkjum. Aðveitukerfi vatnsveitunnar er einstakt á íslenskan mælikvarða en nýbyggingarvirði þess er um 1,5 milljarður.króna og var því afar dýr biti fyrir Eyjamenn meðan á framkvæmdum stóð.


Efnasamsetning vatns Vestmannaeyjum

Sækja um aðgang
Kennitala:
Tölvupóstur:
Sími:
Fá lykilorð í bréfpósti:

Umsókn um aðgang

Þegar þú hefur skilað inn kennitölu, netfangi og símanúmeri munum við senda til þín bréf í pósti með lykilorði en notendanafnið þitt er kennitalan þín.
Nýtt lykilorð
Kennitala:

Tapað lykilorð

Ef þú hefur glatað lykilorðinu þínu geturðu fengið nýtt sent í tölvupósti með því að slá inn kennitöluna þína og smella á Sækja um nýtt lykilorð.
Mín síða
Kennitala:
Lykilorð:

Innskráning á mína síðu

Hér getur þú skráð þig inn og skoðað yfirlit yfir notkun þína á rafmagni og vatni.