Language
Jafnréttisáætlun HS Veitna Prenta  
Stefna

Stefna HS Veitna er að gætt skuli fyllsta jafnréttis milli kvenna og karla og að hver starfsmaður verði metinn á eigin forsendum óháð aldri, kyni, kynhneigð, þjóðerni, litarháttar, trú eða stjórnmálaskoðunum. Þetta á meðal annars við um rétt til starfa, aðstöðu, menntunar og kjara fyrir jafnverðmæt og sambærileg störf. .

Markmið

Markmið HS Veitna er að stuðla að jafnri stöðu kynjanna innan fyrirtækisins og einstaklingurinn fái að njóta sín í þeim aðgerðum sem áætlunin felur í sér.

Ábyrgð

Ábyrgð á framgangi jafnréttismála er hjá starfsmannastjóra sem sér til þess að jafnréttisáætlun sé framfylgt og viðhaldið og leggja mat á hvort markmiðum hennar sé náð. Ef starfsmaður telur á sér brotið þá mun starfsmannastjóri tryggja viðeigandi aðstoð.

Endurskoðun og kynning

Umsjón með endurskoðun og kynningu skal vera í höndum starfsmannastjóra og skal hún endurskoðast á tveggja ára fresti. Jafnréttisáætlun skal kynnt stjórn og starfsmönnum fyrirtækisins.

Aðgerðir

  • Gæta skal jafnréttis við ráðningar og tilfærslur í starfi. (jafna stöðu kynja).
    Í auglýsingum um laus störf skulu bæði kynin hvött til að sækja um starfið.
  • Leitast skal við að jafna hlutfall kvenna og karla í hinum ýmsu störfum innan fyrirtækisins. (ekki flokka í kvenna og karlastörf).
  • Við launaákvarðanir skal greiða jöfn laun og sömu kjör fyrir jafnverðmæt og sambærileg störf og taka tillit til umfangs og ábyrgðar starfs , menntun og reynslu (úrbætur að uppræta launamun). Konur og karlar skulu eiga jafnan aðgang að starfsmenntun og þjálfun og skulu liggja fyrir upplýsingar um skráningu á námskeið hjá fyrirtækinu. (sömu möguleikar á þjálfun).
  • Við stofnun vinnuhópa skal taka mið af verkefninu og hafa þekkingu starfsmanna að leiðarljósi. Í formlegum vinnuhópum skal útbúa erindisbréf verkefnisins þar sem hópmeðlimir eru tilgreindir (nefndir og ráð).
  • Leitast skal við að skapa starfsmönnum aðstæður til að samræma atvinnu- og fjölskyldulíf með því til dæmis að auðvelda starfsmönnum endurkomu eftir veikindi eða fæðingarorlof með því að bjóða uppá hlutastörf þar sem því verður við komið (samræming).
  • Boðið verður uppá fræðslu um einelti og kynferðislega áreitni, slík hegðun er ekki liðin (einelti).

( Orðin í sviganum í “aðgerðir” er vísun í þau atriði sem félagsmálaráðuneytið gefur út að þurfi að koma fram í jafnréttisáætlun fyrirtækja .)

Sækja um aðgang
Kennitala:
Tölvupóstur:
Sími:
Fá lykilorð í bréfpósti:

Umsókn um aðgang

Þegar þú hefur skilað inn kennitölu, netfangi og símanúmeri munum við senda til þín bréf í pósti með lykilorði en notendanafnið þitt er kennitalan þín.
Nýtt lykilorð
Kennitala:

Tapað lykilorð

Ef þú hefur glatað lykilorðinu þínu geturðu fengið nýtt sent í tölvupósti með því að slá inn kennitöluna þína og smella á Sækja um nýtt lykilorð.
Mín síða
Kennitala:
Lykilorð:

Innskráning á mína síðu

Hér getur þú skráð þig inn og skoðað yfirlit yfir notkun þína á rafmagni og vatni.