Language
Góð ráð vegna notkunar heita vatnsins Prenta  

Nokkur hollráð um umgengni
Láttu renna úr heitavatnskrananum um stund til að vatnið nái fullum hita. Heita vatnið kólnar ef ekkert rennsli er í rörum og því lítið að marka hita þess fyrstu 2 til 4 mínútur eftir að skrúfað hefur verið frá. Aldrei láta renna í bað eða heita potta án þess að fylgjast stöðugt með hitastiginu. Bað með of heitu vatni er slysagildra. Varast ber að láta heita vatnið renna fyrst og ætla sér svo að kæla niður með köldu vatni heldur blanda það strax. Aðgát skal sýna við skúringar, fötur með heitu vatni eru í hættulegri hæð fyrir lítil börn og til eru dæmi um börn sem hafa stigið í skúringarfötur eða velt þeim yfir sig og brennst illa.

Ekki nota heitara vatn í uppþvott en þú þolir með góðu móti. Það þarf tiltölulega lágan hita til að leysa upp fitu. Sérstök varkárni er nauðsynleg ef lagnir og ofnar eru með því móti að börn nái að grípa um þá, til dæmis til að reisa sig upp. Látum fagmenn yfirfara búnað og tæki ef minnsti grunur leikur á bilun.

Hafa verður í huga
Hafa verður í huga að vatnið sem er notað til hitunar húsa á Íslandi er oftast afar heitt, miklu heitara en til dæmis húshitunarvatn erlendis. Algengur hiti er 70 til 80 gráður. Erlendir ferðamenn átta sig iðulega ekki á þessu atriði og hafa brennt sig illa. Þar sem sama vatnið er einnig notað til baða og uppþvotta verður að fara afar varlega í allri umgengni við vatnið. Látið heitt vatn ALDREI komast í snertingu við húð án þess að kanna hitastigið fyrst. Húð barna er viðkvæmari en húð fullorðinna. Hið sama gildir um eldra fólk, því með aldrinum þynnist húðin. Þessir hópar ásamt nokkrum hópum fatlaðra einstaklinga eru í sérstökum áhættuhópi vegna þess að viðbragðsflýtir þeirra er mun minni en hjá heilbrigðum, fullorðnum einstaklingum.

Algengust eru slysin í baðkerum, sturtum, vöskum og skúringarfötum með heitu vatni þar sem vangá og bilun búnaðar eru algengustu orsakirnar. Mikilvægt er að temja sér ákveðnar reglur í umgengni við heitt vatn og eftirlit með viðhaldi tækja til að minnka líkur á slíkum slysum.

Brunaslys
Brunaslys af völdum heita vatnsins geta haft víðtækari afleiðingar en brunasárið og örið sem það skilur eftir sig, einkum þegar um börn er að ræða. Sársauki vegna húðbruna getur verið gríðarlega mikill.

Fórnarlömb alvarlegra brunaslysa ganga í gegnum sársaukafullar aðgerðir, þar með talið húðágræðslu. Húðágræðslu þarf að endurtaka hjá sumum börnum svo lengi sem þau vaxa. Þessar aðgerðir eru sársaukafullar, tímafrekar og kostnaðarsamar auk þess sem þær valda miklu andlegu álagi á sjúkling og fjölskyldu. Hugum því vel að hættunum og komum í veg fyrir slysin.

Fyrstu viðbrögð við bruna
Kælið þar til sviði er horfinn - Notið 15 til 20° heitt vatn. Ekki láta renna beint á sárið heldur hafið brennda svæðið á kafi í vatni eða vefjið það með handklæði sem bleytt er með köldu vatni reglulega.

Kælið aldrei skemur en í 10 mínútur. Ef blöðrur eða sár myndast á húð, ef brunasár nær allan hringinn á útlim eða ef bruni er í andliti, á hálsi, liðamótum eða við kynfæri skal hringja tafarlaust á lækni.

Sækja um aðgang
Kennitala:
Tölvupóstur:
Sími:
Fá lykilorð í bréfpósti:

Umsókn um aðgang

Þegar þú hefur skilað inn kennitölu, netfangi og símanúmeri munum við senda til þín bréf í pósti með lykilorði en notendanafnið þitt er kennitalan þín.
Nýtt lykilorð
Kennitala:

Tapað lykilorð

Ef þú hefur glatað lykilorðinu þínu geturðu fengið nýtt sent í tölvupósti með því að slá inn kennitöluna þína og smella á Sækja um nýtt lykilorð.
Mín síða
Kennitala:
Lykilorð:

Innskráning á mína síðu

Hér getur þú skráð þig inn og skoðað yfirlit yfir notkun þína á rafmagni og vatni.