Language
Skilmálar Prenta  

Almennar upplýsingar og skilmálar fyrir húsbyggjendur á veitusvæði HS Veitna hf.

Sveitarfélag Hitaveita Rafveita Vatnsveita
Sveitarfélög á Suðurnesjum
X
X
X*
Hafnarfjörður
X
Garðabær, sunnan Hraunholtslækjar
X
Bessastaðahreppur
X
Vestmannaeyjar
X
X
X
Árborg (Selfoss, Stokkseyri og Eyrabakki)
X
*Reykjanesbær, Garður


Eftirfarandi almennir skilmálar gilda á öllu veitusvæði HS Veitna hf

1. Á byggingarnefndarteikningum skal sýna hentugan inntaksstað fyrir hitaveitu, vatn og rafmagn. Æskilegt er að inntak sé á götuhlið húsa. Inntaksloki skal staðsettur við útvegg og hemlagrind sem næst inntaksloka. Þar skal vera gólfniðurfall og stútur til tengingar á frárennsli, en þurfi hemlagrind að vera í öðru herbergi skal lögn þar á milli vera óhulin og aðgengileg. Nægilegt athafnarými sé við hemlagrindur og lofthæð ekki minni en 1,8 metrar. Ætla þarf um 1,0 fermetra veggrými fyrir grindina.

2. Áður en heimæð (vatnslögn), heimtaug (raflögn) er lögð að húsi skal:

  • Vera búið að fylla í pípustæðið á lóðinni þannig að ekki vanti meira en 10 til 15 cm á endanlega hæð og fjarlægja byggingarefni þannig að ekki hamli greftri.
  • Húsið vera fokhelt, það er þak komið á og búið að loka gluggum og dyrum.
  • Vera til staðar 50mm ídráttarrör fyrir rafmagnsheimtaug (63A) sem nær út fyrir lóðarmörk, nema óskað sé eftir því að HS sjái um það.
  • Vera búið að leggja frárennslislagnir.
  • Vera búið að leggja kaldavatnsheimæð á svæðum þar sem HS sér ekki um vatnsveitu.

3. Heimæðar/heimtaugar verða ekki lagðar ef frost er í jörðu nema gegn greiðslu þess aukakostnaðar sem því fylgir. Húsbyggjendur sem vilja fá hús sín tengd fyrir veturinn skulu sækja um tengingu fyrir 1. október.

4. Umsókn um bráðabirgðaheimlögn (kalt, heitt, rafmagn) skal skilað til afgreiðslu Hitaveitu Suðurnesja hf ásamt fylgigögnum. Nauðsynlegt er að sækja um tengingu með góðum fyrirvara. Bráðabirgðaheimlagnir aftengjast þegar aðalheimlagnir verða tengdar. Fyrir bráðabirgðaheimtaug rafmagns (vinnuheimtaug) þarf að staðsetja vinnuskúrinn á viðkomandi lóð götumegin við byggingareit og ekki ofaná væntanlegum lagnaleiðum. Sé vilji til að tengja bráðabirgðatengingu rafmagns beint í götuskáp þá greiðist kostnaður af umsækjanda utan lóðar og >5m innan lóðar.

5. Nægilegt er að sækja um uppsetningu hemlagrindar símleiðis með tveggja til þriggja daga fyrirvara og þá vera búið að ganga frá þeim vegg sem hemlagrind skal staðsett.

6. Þegar pípulagningameistari hefur tengt húskerfi við hemlagrind getur hann sótt um áhleypingu með minnst eins dags fyrirvara og skal hann vera viðstaddur áhleypingu. Rafverktaki þarf að skila inn tengibeiðni og fá uppsetta orkumæla áður en tenging fer fram. Til þess að áhleyping eða tenging sé framkvæmd þarf húsbyggjandi/eigandi að vera búinn að greiða viðkomandi tengigjald.

7. Hitaveituinntök, hemlagrindur og mælatöflur skulu ætíð vera aðgengilegar fyrir starfsmenn Hitaveitu Suðurnesja hf.

8. Teikningar, Fyrir nýbyggingar og önnur mannvirki sem tengjast eiga dreifikerfi Hitaveitu Suðurnesja hf,er umsækjanda skylt, áður en verk er hafið að leggja inn samþykktar teikningar það er afstöðumynd og skal hún vera málsett í mælikvarða 1:500 og málsetta grunnmynd. Einnig skal leggja fram teikningar sem sýna legu ídráttarrörs fyrir rafmagnsheimtaug, staðsetningu aðaltöflu, inntaksstað hitaveitu, staðsetningu hemlagrindar og legu kaldavatnsheimæðar frá lóðamörkum að inntaksstað.

9. Fylgiblað með umsókn fyrir fjölbýli og uppskipt atvinnuhúsnæði skilist í síðasta lagi með áhleypingarbeiðni. Gera þarf grein fyrir hvaða húshlutar verða á hverri hitaveitugrind, merkingu hverrar íbúðar (t.d. 0101, 0102, sameign) og hversu stóran prósentuhlut af vatnsskammtinum skal innheimta frá hverri þessara íbúða. Samtala prósentuhluta á hverri grind verður að vera 100 %.

Gera þarf grein fyrir hversu marga rafmagnsmæla skal setja upp og merkingu hverrar íbúðar (t.d. 0101, 0102, Sameign)

Ef byggingarreitur sem um ræðir hefur margar byggingareiningar á einu og sama heimilisfanginu! - Það er að ekki sé greint á milli bygginga innan sama byggingarreits með númerum eða A,B,C merkingum. Þá þarf að gefa upp í hvaða byggingu viðkomandi húshlutar eru með teikningu, einnig þarf þá að nefna til dæmis sameignir eftir viðkomandi húshlutum (t.d. sameign A-hluti).

Sækja um aðgang
Kennitala:
Tölvupóstur:
Sími:
Fá lykilorð í bréfpósti:

Umsókn um aðgang

Þegar þú hefur skilað inn kennitölu, netfangi og símanúmeri munum við senda til þín bréf í pósti með lykilorði en notendanafnið þitt er kennitalan þín.
Nýtt lykilorð
Kennitala:

Tapað lykilorð

Ef þú hefur glatað lykilorðinu þínu geturðu fengið nýtt sent í tölvupósti með því að slá inn kennitöluna þína og smella á Sækja um nýtt lykilorð.
Mín síða
Kennitala:
Lykilorð:

Innskráning á mína síðu

Hér getur þú skráð þig inn og skoðað yfirlit yfir notkun þína á rafmagni og vatni.